Afgangur af vöruskiptum fyrstu fjóra mánuði ársins er einungis tveir milljarðar króna. Afgangur fyrstu þrjá mánuði ársins var 9 milljarðar en samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 7 milljarða halli í apríl.

28 milljarða króna afgangur var á sama  tímabili 2013. Hagdeild Landsbankans segir að breytingin milli ára skýrist af minni útflutningi  sjávarafurða og iðnaðarvara ásamt meiri  innflutningi á eldsneyti og flutningatækjum. Á móti  kemur minni innflutningur á hrávörum. Framlag  annarra liða er óverulegt. Uppgangur ferðaþjónustunnar vegur upp á móti

Í Hagsjá Landsbankans segir að það veki athygli að krónan hefur styrkst það sem af er  ári þrátt fyrir að afgangurinn af vöruskiptum hafi  horfið. Þarna kemur væntanlega til (meðal annars)  meira innflæði gjaldeyris vegna uppgangs ferðaþjónustunnar.