Borgarráð Reykjavíkur samþykkti i gær tillögu borgarstjóra um að styrkja hjúkrunarheimilið Eir um 22 milljónir króna. Sjálfseignastofnunin sem rekur heimilið óskaði eftir þessari aðstoð, en eins og fram hefur komið a stofnunin við verulegan rekstrarvanda að etja.

Með neyðarláninu frá Reykjavíkurborg á að freista þess að tryggja rekstrarhæfi heimilisins á þessu ári og stuðla að þvi að nauðasamningar nái fram að ganga.