Íbúðalánasjóður heimilar nú þeim sem eiga tvær húseignir og hafa ekki getað selt aðra þeirra að fresta afborgunum af lánum sjóðsins á annarri eða báðum eignum. Sama rétt eiga þeir sem eru að byggja og eru með lán hjá Íbúðalánasjóði á nýbyggingunni og/eða þeirri eign sem ekki hefur tekist að selja. Þegar lán hefur verið fryst þarf ekki að greiða fastar afborganir. Þegar frystingu er aflétt bætast vextir og verðbætur við höfuðstólinn og greiðslubyrði er umreiknuð. Eignir keyptar eftir 1. júlí í fyrra

Skilyrði fyrir þessari frestun er að viðkomandi fasteign hafi verið keypt eftir 1. júlí 2007 og að reynt hafi verið að selja aðra eignina. Miðað er við að fjárhæð láns að lokinni frystingu, með áföllnum vöxtum og áætluðum verðbótum, fari ekki yfir 90% veðsetningu af kaupverði eignar eða ásettu söluverði eignar. Ef kaupverð liggur ekki fyrir á nýbyggingu er miðað við endurstofnsverð að viðbættu lóðarmati.