Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri ætlar að láta af störfum sem seðlabankastjóri þann 1. júní n.k. en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hvatt alla seðlabankastjórana þrjá til að láta af störfum.

Þetta kemur fram fréttavef RÚV en Ingimundur Friðriksson hefur þegar látið af störfum seðlabankastjóra.

Samkvæmt frétt RÚV hafa bréf gengið á milli Eiríks og Jóhönnu síðustu daga. Þá sendi Eiríkur henni nýtt bréf í gær. Þar segir hann meðal annars, og vísar til fyrra bréfs Jóhönnu.

„Ég þakka fyrir það sem þér segið í framangreindu bréfi um mig. Ennfremur fagna ég því, sem segir í bréfinu, að forsætisráðherra vilji tryggja svo sem kostur er að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðla-banka Íslands við fyrirhugaðar stjórnskipulagsbreytingar,“ segir Eiríkur í bréfinu.

„Í ljósi þessa stefni ég nú að því að biðjast lausnar frá embætti bankastjóra frá og með 1. júní næstkomandi og mun bréf því til staðfestingar verða sent í tæka tíð.“