Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri að hann geti ekki sagt af sér á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið faglega að verki í Seðlabankanum.

Þetta kemur fram í bréf sem Eiríkur sendi forsætisráðherra og hefur nú verið birt á vef Seðlabankans en sem kunnugt er sendi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra bankastjórum Seðlabankans bréf þar sem hún hvatti þá til að segja af sér.

Eiríkur segir að hann hafi ekki verið skipaður á pólitískum forsendum í starf seðlabankastjóra heldur hafi hann sótt um starfið fyrir 15 árum samkvæmt auglýsingu eftir að hafa starfað í bankanum í 25 ár.

Sjá bréf Eiríks í heild sinni.