Eiríkur Jónsson ehf., sem er í eigu blaðamannsins Eiríks Jónssonar, skilaði 734.182 króna hagnaði í fyrra, samanborið við 235.849 króna tap árið 2014.

Í samandregnum ársreikningi félagsins kemur fram að auglýsingatekjur námu í fyrra tæpum tveimur milljónum króna og drógust þær saman um rúma milljón milli ára. Hins vegar minnkaði rekstrarkostnaður verulega, einkum greiðslur til verktaka, og því skilaði félagið jákvæðri afkomu í fyrra.

Í árslok 2015 námu eignir félagsins 239.857 krónum og var eigið fé neikvætt um 806.513 krónur.