Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn í fullt starf kennara við Háskólann í Reykjavík.

Sérsvið hans eru á sviði fjármunaréttar og réttarfars.

Eiríkur Elís hefur undanfarin ár verið einn eigenda LEX lögmannsstofu. Hann er með LL.M. gráðu í lögum um alþjóðlega fjármögnun frá King´s College London og hefur verið hæstaréttarlögmaður síðan 2008. Þá hefur hann gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Til að mynda er hann stjórnarformaður Stoða hf. og Salmon Tails ehf. Þá á hann sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.