Alþjóðahagkerfið Bandaríkjadalur hefur hríðlækkað gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan árið 2002

Lögmálið um að sá sem situr á gullinu setji reglurnar er ekki algild, að minnsta kosti ekki þegar kemur að alþjóðahagkerfinu: Á þeim vettvangi er það ríkið með mikilvægasta gjaldmiðilinn sem ræður mestu um reglur gjaldeyrismarkaðarins - sá sem getur laðað til sín gullið. Bandaríkjadalurinn hefur gegnt þessu hlutverki í krafti mikilvægis bandaríska hagkerfisins og því leiðtogahlutverki sem bandarísk stjórnvald hafa tekið að sér á vettvangi alþjóðamála. Sumir hafa spáð því að óumflýjanlegt sé að yfirburðastaða dalsins í alþjóðahagkerfinu muni líða undir lok: Aukið vægi hagkerfa nýmarkaðsríkjanna ásamt sterkari stöðu gjaldmiðla eins evrunnar geri það að verkum að Bandaríkjamenn geti ekki fjármagnað viðvarandi viðskiptahalla sinn jafn auðveldlega og fram til þessa. Slík umskipti yrðu aldrei sársaukalaus og myndu leiða til djúpstæðra breytinga á alþjóðahagkerfinu og hefðu meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir alþjóðamál.

Sjá úttekt Harðar Ægissonar og Arnar Arnarssonar á miðopnu Viðskiptablaðsins í dag.