Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur að eistneskum stjórnvöldum muni ekki takast að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins sem var birt í dag. Sjóðurinn telur að stjórnvöld verði að skera niður útgjöld og ná fram afgangi af rekstri ríkissjóðsins til þess að kæla hagkerfið og auka líkurnar á að hægt verði að taka upp evru.

Sérfræðingar sjóðsins telja að fjárlög þessa árs nái ekki fram þessum markmiðum og að stjórnvöld verði að telja markaðinum trú um að stefnt sé að því af heilum hug að taka upp evru.