Gert er ráð fyrir að tugir þúsunda Egypta mótmæli á Tahir torgi í dag þegar ár er frá upphafi uppreisnarinnar þar í landi. Mótmælin á Tahrir torgi sem hófust fyrir ári síðan leiddu til þess að einræðisherran Mubarak lét af völdum eftir 30 ár sem forseti landsins.

Í tilefni dagsins verður neyðarlögum, sem hafa verið í gildi í landinu í áratugi, aflétt tímabundið.

Stjórnvöld hafa komið fyrir tálmum umhverfis Tahrir torg til að auðvelda þeim að hafa stjórn á fjöldanum sem búist er við í dag en Egyptar eru ekki sáttir við herstjórnina sem ríkir í landinu. Múslimska bræðrafélagið, sem vann fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu eru nú í leynilegum viðræðum við herinn um hvernig valdaskiptin eiga að fara fram síðan á árinu.