Árið 2013 var eitt besta ár í sögu bílaframleiðandans Ford. Salan var sérstaklega góð í Bandaríkjunum og Asíu. Hagnaður fyrirtækisins árið 2013 var 7,2 milljarðar dala. Það jafngildir 1130 milljörðum króna. Hagnaðurinn er 1,49 milljörðum dölum meiri en árið áður.

Hagnaður á fjórða fjórðungi var 3 milljarðar dala sem er aukning um 1,4 milljarða dala á sama tímabili árið undan. Reksturinn gekk ekki eins vel í Evrópu og í Suður-Ameríku.

Alan Mulally, forstjóri og stjórnarformaður Ford, sagði að árið 2013 hefði verið stórkostlegt ár. „Við stefnum á að árið 2014 verði líka stórkostlegt,“ sagði hann.