Kostnaður við höfuðstöðvar Orkuveitur Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls nam 8.466 milljónum króna á verðlagi ársins 2010 eða því sem nemur 10.223 milljónum á verðlagi dagsins í dag. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitur Reykjavíkur frá árinu 2012.

Húsið hefur verið umdeilt allt frá því að ákvörðun var tekinn um að byggja þess árið 2000. Upphafleg kostnaðaráætlun frá árinu 2000 gerði ráð fyrir að kostnaður myndi nema um 2.022 milljónum króna eða því sem nemur 4.497 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag. Á verðlagi dagsins í dag var kostnaður við byggingu hússins rúmlega tvöfalt hærri en upphaflega var gert ráð fyrir.

Í skýrslu úttektarnefndar kemur einnig fram að kostnaður við byggingu nýs húsnæðis átti að mestu leyti að fara fram með sölu á fasteignum OR. Þegar upp var staðið nam kostnaður við bygginu húsnæðisins, umfram söluverð fasteigna OR, 5.185 milljónum króna miðað við verðlag ársins 2010.

Í dag greindi Orkuveitan frá því að vesturhús höfuðstöðva þessi lægi undir alvarlegum rakaskemmdum. Tilraunaviðgerðir hófust í júní árið 2016 og námu 460 milljónum króna. Ljóst er að kostnaðarsamt verður að gera við húsnæðið og gera áætlanir OR ráð fyrir kostnaður við viðgerðir nemi að minnsta kosti 1.740 milljónum króna.

Þá er einnig til umræðu að rífa húsnæðið og byggja nýtt minna hús á grunni þess gamla. Nemur áætlaður kostnaður við þann valkost 3.020 milljónum króna eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag.

Verði sú leið farinn er ljóst að kostnaður við húsnæðið mun nema um 13,5 milljörðum króna í heildina á verðlagi dagsins í dag.