Samgönguráðherra hefur fengið heimild ríkisstjórnar til að leggja fram lagafrumvarp sem færir nánast alla starfsemi á Keflavíkurflugvelli undir einn hatt. Er gert ráð fyrir að sú starfsemi sem nú fellur undir utanríkisráðuneytið verði færð undir yfirstjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og flestir starfsmenn verði starfsmenn þess. Frumvarp um þetta var í meðförum fyrri ríkisstjórnar en aldrei lagt fram. Eftir því sem komist verður næst er stefnt að því að leggja frumvarpið fram fljótlega en endanlegri útfærslu þess er ekki lokið.

Sjá forsíðu Viðskiptablaðsins í dag.