Hæstiréttur hafnaði í dag að félagið Háttur verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið var samkvæmt síðasta ársreikningi skráð á Karl Wernersson. Það hélt utan um eignarhluti hans í hrossaræktarbúinu Feti, Hljóðfærahúsinu, 51% hlut í Grand Spa og helmingshlut í jörðinni Miðsitju í Varmahlíð í Skagafirði. Þar er rekin ferðaþjónusta og hrossabú. Niðurstaðan er þvert á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Háttur tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársreikningi sem skilað var fyrir Ársreikningaskrár fyrir uppgjörsárið 2008. Eigið fé félagsins var þá neikvætt um 909,1 milljón króna. Heildarskuldir námu á sama tíma rúmum 2,6 milljörðum króna. Þar af námu skuldir gagnvart hluthöfum 1,2 milljörum króna. Á árunum 2009 og 2010 var gjalddagi á lánum félagsins upp á 1,4 milljarða króna. Stærstur hluti skulda Háttar voru á sínum tíma gagnvart Kaupþingi.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að við innheimta lána hafi verið gefinn of skammur fyrirvari til að gera upp lán félagsins og innheimturnar ekki uppfyllt skilyrði um greiðslur af lánum.

Dómur Hæstaréttar