Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir í eigu Franklin Templeton eignastýringarfyrirtækisins eiga um þriðjung allrar erlendrar skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins.

Annar sjóðurinn, Templeton Global Total Return, á um 469,6 milljónir dala í fimm ára flokknum ICELND 2016, sem gefinn var út í fyrra, og um 31 milljón dala í tíu ára flokknum ICELND 2022, sem gefinn var út í vor.

Hinn sjóðurinn, Templeton Global Bond, á 121 milljón dala í síðarnefnda skuldabréfaflokknum. Alls eiga sjóðirnir tveir því 621,7 milljónir af tveggja milljarða dala skuldabréfaútgáfu, eða um 31,1%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.