Á tímabilinu frá 23. desember 2013 til 1. janúar 2014 var tilkynnt um 26 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af var eitt á heimili. Á sama tímabili ári áður eða frá 23. desember 2012 til 1. janúar 2013 var lögreglu tilkynnt um 30 innbrot, þarf af 13 á heimili. Þetta er töluverður munur á milli ára.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kemur þó fram að þar sem um stutt tímabil sé að ræða þá geti sveiflur verið miklar. Einnig er oft ekki vitað hvenær innbrot átti sér stað, til dæmis þegar folk er erlendis yfir jólin og þá er tilkynningatíminn oft skráður sem brotatíminn.