Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa 24 undanþágur verið veittar útlendingum frá löndum utan EES til fasteigna- og jarðakaupa hér á landi frá árinu 2007. Þar af voru 21 leyfi til fasteignakaupa, tvö til kaupa á sumarhúsalóðum og eitt leyfi var veitt til kaupa á 15 hektara jörð.

Flestar undanþágurnar voru veittar árið 2007, eða níu, og það sem af er þessu ári hafa fjögur leyfi verið veitt. Bandaríkjamenn eru fjölmennastir í þessum hópi, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, en umsóknir koma víða að og hafa sumir fengið leyfi oftar en einu sinni á þessu tiltekna tímabili.