Hagur þeirra ríkustu á Íslandi batnaði í fyrra. Ríkidæmi ársins 2007 er víðs fjarri þegar kemur að tekjum, en ekki svo langt í burtu þegar kemur að eignum.

Ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins á Íslandi eru farnar að vaxa aftur eftir að hafa nánast staðnað að raunvirði eftir árið 2010. Þetta sýna ný gögn frá Hagstofu Íslands um tekjur og eignir þjóðarinnar.

Árið 2013 höfðu 1% þjóðarinnar meira en 1.570 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, en á síðasta ári voru þessi fjárhæðamörk orðin 1.715 þúsund krónur. Vöxtur þess fjárhæðamarks sem skilur að efsta tekjuprósentið var því 9,1% í fyrra. Sama tala fyrir efstu tekjutíundina er 6,8%.

Sé þróunin skoðuð lengra aftur í tímann sést að ráðstöfunartekjur efstu tekjuhópanna eru ekki nándar því nærri að ná hæð­ um áranna í kringum 2007 að raunvirði. Á því herrans ári höfðu 1% launþega meira en 3.418 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði, miðað við verðlag síðasta árs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .