Segja má að 1% þjóðarinnar gangi um stokk og steina með Einar Skúlasyni, fyrrverandi oddvita Framsóknarflokksins í borginni árið 2010 og fyrrverandi varaþingmaður Vigdísar Hauksdóttur. Flokkurinn náði ekki einum manni inn í borgarstjórn. Einar sagði sig úr flokknum ári síðar. Nokkru síðar stofnaði hann gönguhópinn Vesen og vergangur sem fer að minnsta kosti í eina göngu á viku, á þriðjudagskvöldum. Annan hvorn laugardag er svo farið í lengri göngur.

Einar vekur athygli á því á Facebook-síðu gönguhópsins að í vikunni séu félagsmenn, þ.e. þeir sem hafi lækað síðuna, orðnir 3.257. Til samanburðar hafi íbúar á landinu 325.671 um síðustu áramót.

„Þannig að nú er hægt að segja að 1% íbúafjölda landsins sé í Veseni og á vergangi. Það er eitthvað,“ skrifar Einar.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um gönguhópinn á dögunum og ræddi við Einar um hann. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .