Afnám þeirra þriggja skattþrepa sem nú reiknast á tekjuskatt einstaklinga myndi færa flestum launþegum tugi þúsunda í vasann á ári hverju. Fyrir mann með meðallaun, um 400 þúsund krónur á mánuði, myndi afnám þrepakerfisins lækka skattgreiðslur viðkomandi um tæpar 50 þúsund krónur á ári ef miðað er við að lægsta þrepið væri eina þrepið eins og áður var.

Ef við tökum dæmi um lágtekjumann með 260 þúsund króna mánaðarlaun þá greiðir sá einstaklingur lítið sem ekkert í efra skattþrepi. Hann greiðir um 43 þúsund krónu í skatt (að frádregnum persónuafslætti) eða um 17% launa sinna. Um leið og lágtekjumaðurinn fær betur greidda vinnu eða nær með öðrum hætti að hækka laun sín upp í meðallaun, um 400 þúsund krónur, mun hann greiða um 96 þúsund krónur í skatt, eða um 24% tekna sinna. Í einsþrepa kerfi, eins og áður var, myndi hann greiða um fjögur þúsund krónum minna í skatt.

Nánar er fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .