Endurskoðaðar tölur um vöruskipti til og frá Íslandi breyttust þegar kom í ljós að upplýsingar um innflutta flugvél bárust eftir birtingu bráðabirgðatalna. Munar þar um 5,6 milljarða króna.

Fluttar voru út vörur fyrir 78,5 milljarða króna fob í október 2022.

Flutt var inn fyrir 136,8 milljarða króna cif eftir endurskoðun á bráðabirgðatölum, sem voru 131,2 milljarðar króna.

Vöruviðskiptin í október voru óhagstæð um 58,3 milljarða króna.