EJS og rekstrarlausnir Skýrr hafa verið sameinuð undir nafni EJS, sem verður eftirleiðis rekið sem eitt af þremur tekjusviðum Skýrr. Sameiningin var tilkynnt starfsfólki í dag. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis Skýrr og EJS er um 470 talsins og þar af er starfsfólk EJS um 190.

Með ákvörðuninni um sameiningu EJS og rekstrarlausna Skýrr í eitt svið innan Skýrr er verið að blása til sóknar og er hún tekin að vel athuguðu máli. Nú stefnum við saman besta fagfólki landsins í þekkingariðnaði á einn vinnustað þar sem mannauðurinn er helsta auðlindin. Starfsfólk EJS verður um 190 talsins og myndar núna stærstu einingu landsins í rekstri, þjónustu og sölu á rekstrarlausnum og vélbúnaði,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.