Ekkert bendir til þess að hryðjuverkamenn séu ábyrgir fyrir því að rússnesk flugvél hrapaði yfir Sínæ skaganum í Egyptalandi í lok október sl. að mati yfirmann rannsóknanefndar flugslysa í Egyptalandi. BBC greinir frá.

Rússland hafði áður gefið það út að hryðjuverkamenn sem kenndu sig við Íslamska ríkið, ISIS hefðu grandað vélinni. Þeir sögðu að leyfar af sprengiefni hefðu fundist á vélinni og bönnuðu öll flug til Egyptalands frá Rússlandi.

Yfirmaður rannsókna í Egyptalandi, El-Muqadam, hefur nú skilað inn frumskýrslu um hrapið, en eins og áður sagði þá bendir ekkert til þess að hryðjuverkamenn séu ábyrgir, að sögn El-Muqadam.