Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, spurðist fyrir um boðað eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar í upphafi þingfundar á Alþingi í dag.  Enn bólar ekkert á frumvarpinu.

Forystumenn stjórnarflokkanna tilkynntu í lok síðasta mánaðar að þeir hygðust breyta umdeildum eftirlaunakjörum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir nokkrum árum. Lögin voru mjög umdeild.

Fram kom á blaðamannafundi nýverið þar sem lagabreytingarnar voru boðaðar að frumvarp þess efnis yrði lagt fram í síðustu viku. Þegar þetta er skrifað hefur það þó ekki verið lagt fram á Alþingi.