Ekkert bólar á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum. Í grófum dráttum snýst málið um það hvort samningsákvæði í lánasamningnum teljist ósanngjarnt í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins og sérstaklega hvort réttmætt sé að miða við 0% verðbólgu í lánasamningum.

Sex spurningum var beint til dómstólsins. Dómstóllinn hefur þegar svarað fimm af þeim, en það var gert í lok ágúst, þegar hann birti ráðgefandi álit í máli Gunnari V. Engilbertssyni gegn Íslandsbanka. Sjötta spurningin snýr að 0% verðbólgunni og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins furða málsaðilar sig nú á því að dagsetning á birtingu ráðgefandi álits í máli Sævars Jóns sé ekki komin á vef dómstólsins, en það er venjulega gert tveimur vikum áður en álit er birt.

Málflutningur í máli Sævars Jóns fór fram í byrjun júní og hefur dómstóllinn birt álit í málum, sem voru tekin fyrir seinna en það og vekur það