Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,43% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.742,61 stigi. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam einungis rétt tæplega 540 milljón króna viðskiptum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% og stendur hún nú í 1.226,18 stigum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði kauphallarinnar nam 2,3 milljörðum króna

Marel lækkaði

Öll bréf sem tilheyra Úrvalsvísitölunni lækkuðu á mörkuðum dagsins, nema bréf í Reitum og Högum sem bæði stóðu í stað. Mest lækkun var á bréfum Marel hf í kauphöllinni, eða um 0,81% í 125 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 245,50 krónur.

Næst mesta lækkunin var á bréfum í Símanum, eða um 0,66% og fæst nú hvert bréf félagsins á 77,0 krónur. Viðskiptin með bréf félagsins námu 50 milljónum króna.

VÍS hækkaði

Meðal annarra bréfa á aðalmarkaði var einungis hreyfing á hlutabréfum í þremur fyrirtækjum sem hækkuðu öll. Það voru bréf í Reginn og Sjóvá-Almennum tryggingum, en hvoru tveggja var í mjög litlum viðskiptum.

Mest hækkun var í bréfum Vátryggingafélags Íslands, eða um 0,83% í 72 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 8,52 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,3% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 1,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,7 milljarða viðskiptum.