Lággjaldaflugfélagið Sterling var eina félagið sem eftir var í eigu Northern Travel Holding (NTH).

Hin rekstrarfélögin sem voru undir hatti NTH; Iceland Express, breska flugfélagið Astreus og Hekla Travel, eru nú í eigu Fons sem raunar á NTH að fullu þannig að í reynd var um eignatilfærslur milli sama eiganda að ræða en Fons er eignarhaldsfélag þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.

Eftir því sem næst verður komist keypti Fons umrædd félög út úr NTH fyrir tveimur til þremur mánuðum án þess að greint hafi verið sérstaklega frá því en hvorki NTH né Fons eru skráð félög. Áður hafði Fons keypti tæplega 30% hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket út úr NTH.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .