Engar eignir fundust í búi GKS eigna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 4. október 2010.

Að því er fram kemur á vefsíðu Lögbirtingarblaðsins voru lýstar kröfur í búið upp á samtals 1.277.996.574 krónur.

Skiptum lauk 17. desember 2010 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991. Engar eignir fundust í búinu og fékkst því engin greiðsla upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri var Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.