Ekki fengust greiddar kröfur fyrir um 72 milljónir króna þegar skiptum á Kvikmyndafélaginu Kaldaljós lauk á dögunum, eða um 90% krafna.

Félagið framleiddi m.a. kvikmyndina Kaldaljós árið 2004, eftir samnefndri sögu Vigdísar Grímsdóttur.

Helstu framleiðendur voru Friðrik Þór Friðriksson, Anna María Karlsdóttir og Hilmar Oddsson, sem einnig leikstýrði myndinni.

Kvikmyndafélagið Kaldaljós ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar síðast liðnum og lauk skiptum fyrir viku.

Almennar kröfur hljóðuðu upp á um 80,7 milljónir krónur og greiddust um 8,3 milljónir upp í þær, eða rúm 10%. Tæp hálf milljón fékkst greidd upp í forgangskröfur.