*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 30. janúar 2017 16:24

Ekkert félag hækkaði í verði

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,21% í kauphöllinni í dag, en gengi bréfa Icelandair og Marel lækkuðu mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,21% í dag og er hún nú komin niður í 1.721,61 stig. Aðalvísitala skuldabréfa stóð nánast í stað með 0,01% lækkun niður í 1.251,70 stig. Velta á hlutabréfamarkaði nam rétt rúmum 1,1 milljarði en á skuldabréfamarkaði 5,3 milljörðum.

Icelandair og Marel lækkuðu mest

Ekkert fyrirtæki hækkaði í verði í kauphöllinni í dag, en Icelandair var bæði með bæði mestu lækkunina á gengi sinna hlutabréfa og mestu veltu í viðskiptum með sín bréf.

Lækkaði gengi bréfa Icelandair um 3,40% í 360 milljón króna viðskiptum þannig að nú fæst hvert bréf félagsins á 22,03 krónur.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Marel eða um 1,10% í 189 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 270,00 krónur.

Næst mestu viðskiptin voru með bréf Regins, eða tæpar 194 milljónir króna, og lækkuðu bréf félagsins um 0,67% í kauphöllinni í dag. Við lokun markaða var gengi bréfa félagsins á 25,98 krónur.

Stikkorð: Marel Icelandair Reginn Kauphöllin Nasdaq Iceland