Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,37% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2,4 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,01% og stendur því í 1.363,55 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 5 milljörðum króna.

Icelandair hækkaði mest eða um 6,94% í 629 milljón króna viðskiptum en hækkunin kemur í kjölfarið á því að samningar tókust við flugvirkja sem höfðu verið í verkfalli frá því á sunnudag. Jafnframt var mest verslað með bréf Icelandair en þau stóðu í 15,10 krónum við lokun markaða. Önnur félög hækkuðu töluvert minna en næst mest hækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar eða um 2,33 % í 37 milljón króna viðskiptum. Bréf Tryggingamiðstöðvarinnar standa því í 33,00 krónum.

Ekkert félag lækkaði í viðskiptum dagsins.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1,28% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,01% í 2,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,02% í liðlega 1,2 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,05% í tæplega 1,5 milljarða viðskiptum.