Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,45% og stendur hún nú í 1.691,54 stigum. Velta dagsins á Aðalmarkaði nam 1,53 milljörðum króna.

Ekkert fyrirtæki hækkaði á mörkuðum dagsins.

Þau bréf sem lækkuðu mest

Mesta lækkunin var á bréfum Marel, en þau lækkuðu um 2,73% í 390 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 249,00 krónur.

Næst mest lækkuðu bréf í Icelandair í viðskiptum sem námu 388 milljónum króna. Lækkuðu bréfin um 1,97% og fæst hver hlutur í félaginu nú á 27,35 krónur.

Meðal fyrirtækja sem ekki eru í Úrvalsvísitölunni, voru mest viðskipti með bréf Regins á Aðalmarkaði. Námu þau um 113 milljón krónum og lækkuðu bréf fyrirtækisins um 0,88%. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 22,45 krónur.

Vísitölur GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,4% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 8,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 7,2 milljarða viðskiptum.