Eftir nauðasamninga móðurfélags Straums fyrir rúmum tveimur árum tóku nýir eigendur yfir bankann. Einu opinberu upplýsingarnar sem birst hafa um eignarhaldið birtust í tilkynningu um nauðasamning félagsis en þar sagði að Landsbankinn og nokkrir stórir evrópski bankar væru á meðal þeirra. Meira hefur hins vegar ekki verið gefið upp og getur hópurinn hafa tekið breytingum síðan þetta var. Á þetta er bent í Fréttablaðinu í dag þar sem haft er eftir fulltrúm Fjármálaráðuneytis að þeiri viti hverjir virkir eigendur séu en geti á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum.

Fréttablaðið fjallaði um það um helgina að meðal eigendanna væri sjóðsstýringarfyrirtækið Davidson Kempner Capital Management LLC. Sjóðir á vegum þess fyrirtækis eru líka á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis, Kaupþing og Landsbankans. Samkvæmt fyrirspurn blaðsins til Fjármálaeftirlitsins þekkir það einnig stærstu almenni kröfuhafa Kaupþings og Glitnis en ágreiningur er enn umr étthæð krafna og ekki hægt að slá því föstu sem stendur hverjir verða hinir endanlegu kröfuhafar.