Theresa May, forsætisráðherra Bretlands segir að landið muni ekki viðhalda hlutaðild að Evrópusambandinu í kjölfar úrgöngu landsins úr sambandinu.

Þetta kemur fram í frétt BBC um komandi ræðu hennar um málið sem beðið hefur verið eftir. Aftur á móti mun hún segja öðrum Evrópusambandslöndum að Bretland vilji versla við þau „eins frjálst og mögulegt er“ en landið muni ekki vera „að hálfu leiti inni og hálfu leiti út úr“ sambandinu.

Setur fram 12 markmið fyrir viðræðurnar

Mun hún jafnframt gefa til kynna hvaða frekari upplýsingar um útgönguferlið, en hún er sögð muna setja fram 12 markmið í viðræðunum við Evrópusambandið.

Formlegt útgönguferli mun vera sett í gang í lok marsmánaðar, en margir munu fylgjast vel með ræðunni til að átta sig betur á hvernig viðskiptasambandi landsins við Evrópusambandið verður háttað í framtíðinni.

Verkamannaflokkurinn vill hlutaðild

Talsmaður verkamannaflokksins í málaflokknum, Keir Starmer, svokallaður skuggaráðherra Brexit mála, segir að Bretland ætti að halda áfram að vera í tollasambandinu.

„Við verðum að ákveða fyrir fram hvað við viljum fá út úr þessum viðræðum. Við verðum að stefna á að fá besta mögulega samninginn fyrir Bretland,“ segir hann.

„Það er samning sem virkar fyrir verslunina, en það sé jafnframt samningur sem viðurkennir að það verður að vera breyting á því hvernig fólk geti flutt milli landanna.“