Líkön „beinu brautarinnar“ gerðu ráð fyrir kröftugum hagvexti, lágri verðbólgu og lækkandi vöxtum. Með þessu áttu fyrirtækin að geta staðið í skilum með afborganir af skuldum sínum, og síðar þegar betur áraði áttu að myndast aðstæður til að þau gætu endurgreitt biðlán sín.

Ekkert af þessu hefur gengið eftir, að því er segir í grein Jóns Sch. Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar , sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 14. febrúar. Þeir segja að vextir lánastofnana hafi reynst mjög háir áfram sama við hvaða mælikvarða er miðað. „Hagvöxtur hefur verið lágur og eftirspurn veik. Mörg fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum og vöxtum. Höfuðstóll lána hefur því lítið lækkað og víða blasa við örðugleikar enda styttist í gjalddaga fyrstu biðlánanna.“