Framkvæmdastjóraklúbbur Börsen í Dannmörku bauð hópi forrystumanna úr íslensku viðskiptalífi á ráðstefnu í speglasalnum í Tívólí í Kaupmannahöfn í gær þar sem íslenska útrásin var í brennidepli. Fundurinn var vel ákaflega vel sóttur og fundargestir hlustuðu á Hannes Smárason forstjóra FL Group, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs, Ágúst Guðmundsson forstjóra Bakkavarar, Bjarna Ármannsson forstjóra Íslandsbanka og Þórð Friðjónsson forstjóra Kauphallarinnar tala um útrás og íslenskt efnahagslíf.

Hannes Smárason sagði fundargestum m.a. að Sterling muni skila hagnaði strax á þessu ár og að hann búist við því að hagnaður fyrir afskriftir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrir Sterling og Maersk Air yrði um það bil 345 milljónir dk króna á árinu.

Hannes sagðist líta svo á að lykillinn að velgengni Sterling líkt og annara félaga væri að láta ekki stýrast af tilfinningum.

" Við erum alltaf tilbúnir til að taka þær ákvarðanir sem þarf til að taka not af þeim tækifærum sem markaðurinn hefur hverju sinni" sagði Hannes og bætti við að nú væri um helmingur fjárfestinga FL Group í flugfélögum og hinn helmingurinn í fyrirtækjum á borð við Bang&Olufsen og Royal unibrew.

hvort sem ykkur líkar betur eða verr er mun FL Group halda áfram að bæta við sig á Norðurlöndum og Bretlandi. Skráning Icleandair Group í Kauphöllina í vor mun skila hagnaði sem verður notaður í nýjar fjárfestingar sagði Hannes.

Jón Ásgeir Jóhannesson sagði á ráðstefnunni að þegar Baugur Group fjárfestir í dönsku eða bresku fyrirtæki þá ætti peningarnir að vera komnir tilbaka í vasa íslensku fjárfestanna innan þriggja ára. Þess vegna mun Baugur nú taka út 300 milljónir dk króna arð úr Magasin í næsta mánuði.

Jón Ásgeir sagðist oft vera spurður hvaðan peningarnir koma og að þar væri ekkert hókus pókus á ferðinni þar sem Baugur Group hefur hagnast um 2 milljarða dk kr á síðastliðnum fjórum árum.

Jón Ásgeir sagði jafnframt að velgengni Baugs væri falin í því að einbeita sér að yfirtökum á traustum og stöðugum fyrirtækjum og góðri samvinnu með stjórnendum og starfsmönnum sem þar eru.