Engar viðræður eru í gangi á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ráðamanna á Ítalíu um lánveitingu til stjórnvalda til að fleyta landinu í gegnum fjárhagsörðugleika. Þetta fullyrðir talsmaður sjóðsins.

Reuters-fréttastofan hefur hins vegar eftir Mario Monti, sem tók við embætti forsætisráðherra af Silvio Berlusconi á dögunum, að sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé væntanleg á næstu dögum til að ýta úr vör einhvers konar efnahagsáætlun.

Ítalska dagblaðið La Stampa hafði greint frá því að sjóðurinn væri með 600 milljóna evra lánalínu tilbúna með 4-5% vöxtum.

Talsmaður sjóðsins segir hins vegar engar viðræður í gangi, hvorki um lánveitingu né efnhagsáætlun.