Jólabruggið af Álaborgar ákavíti verður ekki boðstólnum í ár.  Ástæðan er sú að litarefni í tappanum getur smitast í innhald flöskunnar.

Því hefur framleiðandinn Pernod Ricard Denmark A/S ákveðið að innkalla allar flöskurnar með jólabrugginu frá birgjum.  Þeir sem hafa fest kaup á vörunni geta skilað henni í viðkomandi verslun.  Framleiðandinn telur innihaldið ekki skaðlegt en gerir þetta í öryggisskyni.