Einn af meginstraumum alþjóðahagkerfisins um þessar mundir er gengisfall Bandaríkjadals. Hin hliðin á þessari þróun hefur verið gengisstyrking evrunnar.

Evran hefur styrkst gagnvart dalnum undanfarna sex mánuði og kostar hún tæplega 1,5 dal um þessar mundir. Flestir sérfræðingar eru sammála um að veiking dalsins gagnvart helstu gjaldmiðlum heims sé nauðsynleg til þess að draga úr viðskiptahallanum þar vestra.

Það hefur einmitt gerst en vaxandi útflutningur á kostnað innflutnings hefur leitt til þess að efnahagslægðin varð ekki jafn kröpp þar vestra og óttast var.

Í raun og veru er þessi þróun til marks um leiðréttingu á hnattrænu ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum en það hefur einkennst af of mikilli einkaneyslu á kostnað sparnaðar í Bandaríkjunum og of lítilli einkaneyslu og of miklum sparnaði í útflutningshagkerfum á borð við Kína og Þýskaland.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .