Gullstangir
Gullstangir
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ekkert lát virðist á verðhækkunum á gulli. Viðræður demókrata og repúblíkana í bandaríska þinginu strönduðu á föstudag og mun það hafa áhrif á verðhækkunina.Verðið á únsunni hækkaði um 20 dollara á skammri stundu .Nú í morgun var heimsmarkaðsverð á gulli í framvirkum samningum til ágústmánðar 1.612,2 dollara á únsuna og hefur gullverðið aldrei náð þessum hæðum áður. Eftirspurn eftir gulli jókst um 26% á fyrsta ársfjórðungifjórðungi miðað við sama tíma árið áður.

Gullverð hefur farið hratt hækkandi síðustu mánuði, og hefur raunar hækkað gríðarlega allt frá upphafi fjármálakrísunnar. Þegar harðnar í ári á fjármálamörkuðum leita fjárfestar oftar en ekki í gull enda heldur það verðgildi sínu vel þótt á móti blási