Ekkert lát virðist vera á samrunum á bandarískum fyrirtækjamarkaði en nýjustu fréttirnar eru að Excelon sem framleiðir kjarnorku til orkunotkunar muni taka yfir Public Services Enterprise Group í samningi sem metinn er á 9 milljarða dollara og mun nýtt fyrirtæki mynda það stærsta á orkumarkaðnum í Bandaríkjunum.

Í Vikufréttum MP Fjárfestingabanka kemur fram að svo virðist sem markaðurinn hafa tekið þessu vel þar sem bæði félögin hækkuðu í vikunni fyrir jól. Hlutabréfaverð í Public Services Enterprise Group hækkaði um 2,18% og Excelon hækkaði um 2,56% í vikunni.

Byggt á Vikufréttum MP fjárfestingabanka.