Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi í vikunni að sér fyndist það ekkert lykilatriði að meirihlutinn gerði málefnasamning. Kom þetta fram í svari hans við spurningum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna.  Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Dagur sagði í umræðunum í borgarstjórn: "Ég hef sagt það alveg skýrt hér að mér finnst það ekkert lykilatriði að við gerum svokallaðan málefnasamning og kynnum hann sérstaklega. Mér finnst það aðallega skipta máli að við vinnum að okkar hugsjónum [...]."

Hanna Birna gagnrýndi Dag og sagði að borgarbúar ættu heimtingu á að fá að vita hvað meirihluti fjögurra flokka stæði fyrir. "Það er bara þannig að borgarbúar eiga heimtingu á að vita það," sagði hún.