„Hækkun launa undanfarin ár hefur verið langt umfram það svigrúm til launahækkana sem samrýmist stöðugu verðlagi. Þær umframhækkanir hafa augljóslega takmarkað það svigrúm sem er til launahækkana í komandi kjarasamningum," Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

Talsmenn verkalýðsfélaga hafa undanfarið tjáð sig um svigrúm til launahækkana og hafa í því samhnegi vísað til forsendna fjárlagafrumvarpsins um launabreytingar og mats frá Seðlabankanum á því hvaða launabreytingar samræmast stöðugu verðlagi.

Forsendur fjárlagafrumvarpsins byggja á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var þann 1. júní síðastliðinn en þjóðhagsspáin byggir á þjóðhagslíkani frá Seðlabankanum. Samtök atvinnulífsins benda á að í spálíkaninu eru launabreytingum ekki spáð heldur gefa spágerðarmennirinir sér ákveðinnar tölur sem notaðar eru til að spá um aðra þætti. Því væri nákvæmari framsetning væri að segja að þjóðhagsspáin byggði á þeirri gefnu forsendu að launavísitalan hækkaði um 5,9% á næsta ári. Það er því ekkert mat lagt á svigrúm til launahækkana í kjarasamningum í fjárlagafrumvarpinu eða þjóðhagsspá Hagstofunnar.