Innleiðing ETS-viðskiptakerfisins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda hefur ekkert með umsókn Íslands um ESB-aðild að gera. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisráðuneytinu og segir þar jafnframt að kerfið sé hluti af EES-samningnum og hafi verið það frá árinu 2007, tveimur árum áður en aðildarumsókn var skilað inn.

„Ekki er rétt að líkja saman íslenska kvótakerfinu í sjávarútvegi og ETS viðskiptakerfinu með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Þótt í báðum tilfellum sé úthlutað ákveðnum kvóta sem er framseljanlegur þá er aðeins hægt að nota hverja úthlutun einu sinni innan ETS viðskiptakerfisins. Þannig er kvótanum ekki úthlutað til frambúðar," segir í tilkynnigunni.