Fundi George W. Bush, Bandaríkjaforseta með leiðtogum þingdeildana, ásamt forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama lauk rétt í þessu án samkomulags.

Eins og fjallað hefur verið um í vikunni stóð til að bandarísk yfirvöld myndu auka fjármagn í umferð um allt að 700 milljörðum Bandaríkjadala.

Formaður bankanefndar öldungadeildar þingsins, demókratinn Christopher Dodd skaut föstum skotum að repúblikönum í samtali við fjölmiðla eftir fundinn. Hann sagði að fundurinn hefði „litið út eins og björgunaraðgerð fyrir framboð John McCain í tvo tíma og truflað þá vinnu sem unnin var í dag,“ og vísaði til þess að fyrr í dag hefðu flokkarnir tveir verið nálægt því að ná samkomulagi.

Aðspurður tók Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata undir þetta og sagði að pólitík hefði komið í veg fyrir niðurstöðu. Hann sagði að eftir á að hyggja hefði ekki verið gagnlegt að hann og McCain hefðu setið fundin.

Frá því í byrjun vikunnar mótast að því hvort og með hvaða hætti þessari svokallaða björgunaraðgerð yrði útfærð. Þannig hækkuðu markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum í dag og eru viðmælendur fjölmiðla á borð við Bloomberg og Reuters sammála um að hækkanir dagsins megi rekja til vonar fjárfesta um að samkomulag væri í höfn.

Í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að leiðtogar flokkanna á Bandaríkjaþingi munu setjast aftur að samningaborðinu í fyrramálið.

Nánar verður fjallað um málið á vef Viðskiptablaðsins á morgun, föstudag.