Seðlabanki Danmerkur segir ekkert hæft í vangaveltum um að hann sé mögulega tilbúinn að veita íslenska seðlabankanum eða íslenska bankageiranum lánalínur.

Þá séu ekki heldur fyrir hendi hugsanlegar lánalínur milli norrænu seðlabankanna til þess að bregaðst við vanda í einstökum löndum. Þetta kemur fram í frétt Børsen í dag.

„Það hefur verið aðgangur að lánalínum á milli norrænu seðlabankanna en hann er ekki lengur til staðar. Upphæðirnar voru of lágar og þessir samningar voru ekki notaðir,” segir Niels Christian Beier, skrifstofustjóri danska seðlabankans.

Í grein Financial Times í vikunni var sagt frá því að samvinna væri í gildi milli norrænu seðlabankanna sem táknaði að íslenska seðlabankinn gæti fengið lán hjá þeim ef á þyrfti að halda.

Í frétt Børsen segir að eina skjalið sem bendi til þess að skandinavísku seðlabankarnir væru skyldugir að leggja íslenska bankakerfinu til fé sé yfirlýsing eða “Memorandum  of Understanding” milli norrænu seðlabankana frá árinu 2003.