Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa ekki náð samkomulagi um næstu greiðslu neyðarláns til Grikkja. Eftir tæplega tólf tíma viðræður í Brussel hefur hópurinn gefið út að árangur hafi náðst en að meiri tíma þurfi til að ganga frá lausum þráðum.

Á fréttavef BBC er greint frá því að ráðherrarnir komi aftur saman á mánudag.

Hópurinn hefur einblínt á að kanna leiðir til að draga úr opinberum skuldum Grikkja sem spáð era ð verða 189% af landsframleiðslu næsta árs. Neyðarlán til Grikkja gera ráð fyrir að hlutfallið verði komið niður í 120% af landsframleiðslu árið 2020.