Ekkert samráð var haft við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna áður en lögum um gjaldeyrismál var breytt á mánudagskvöld. Talsmenn kröfuhafa, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja að þeir hafi fyrst heyrt af lagabreytingunni á mánudagskvöld og hafi þurft að leita allra leiða næsta sólarhringinn til að afla sér frekari upplýsinga.

Einn sagðist hafa þurft að styðjast við þýðingarþjónustu Google til að skilja hvað í lagafrumvarpinu fólst, því aðrar upplýsingar var ekki að fá. Töluverð óánægja er meðal erlendra kröfuhafa og eru þeir að skoða lagalega stöðu sína.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.