Seðlabanki Brasilíu segir verðbólgu í landinu vera of háa til þess að hægt verði að ráðast í vaxtalækkanir. Stýrivextir verða þar með áfram 14,25%. Verðbólgumarkmið bankans er 4,5% fyrir komandi ár, en verðbólga hefur mælst tæplega 9% í júlí.