Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra í fjölmiðlum hafa stjórnvöld ekki leitað til lífeyrissjóða vegna vanda Íbúðalánasjóðs, hvorki formlega né óform­lega, að sögn Gunnars Baldvinssonar, formanns Landssamtaka Lífeyrissjóða.

Íbúðalánasjóður hefur að und­anförnu ítrekað brugðist við um­mælum ráðamanna í fjölmiðlum með tilkynningu til Kauphallar þess efnis að ekkert nýtt sé að frétta af málinu, og að full ríkisábyrgð sé í gildi. Þegar Viðskiptablaðið ósk­aði eftir upplýsingum um hvort stæði til að ræða við lífeyrissjóð­ina, stærstu íbúðabréfaeigendurna, til lausnar á uppgreiðsluvandanum, fengust álíka svör og send hafa verið út að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga ráðherra má þó ljóst liggja að fyrr en síðar verður rætt við lífeyrissjóði, og mögulega fleiri fjárfesta, til lausnar á vand­anum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.